Nokkuð óvenjulegur lögmaður
3,990 ISK
Höfundur Yves Ravey
Frú Rebernak vill ekki veita frænda sínum skjól þegar honum er sleppt úr fangelsi. Hann hafði setið inni í fimmtán ár sakaður um nauðgun á lítilli stúlku. Hún óttast að hann kunni að gera dóttur hennar mein. Hún leitar því ráða hjá Montussaint lögmanni sem hafði verið henni innan handar eftir að maður hennar dó. En lögmaðurinn er ekki allur þar sem hann er séður …
Jórunn Tómasdóttir íslenskaði
„Spennuþrungin frásögn allt frá fyrstu blaðsíðu … Brugðið er upp athyglisverðri og aðdáunarverðri mynd af aðalsöguhetjunni, frú Rebernak – einfaldri, réttsýnni, strangri, kraftmikilli og hugrakkri móður.“ – Télérama
Franski skáldsagnahöfundurinn og leikskáldið Yves Ravey fæddist í hinum sögufræga bæ Besançon í Frakklandi árið 1953. Hann hefur margsinnis verið tilnefndur til helstu bókmenntaverðlauna Frakklands og hreppti m.a. Marcel-Aymé verðlaunin árið 2004 fyrir skáldsöguna Le Drap. Nokkuð óvenjulegur lögmaður er fyrsta skáldsagan sem kemur út eftir Ravey á íslensku.