Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Það sem ljósið má ekki sjá

4,790 ISK

Höfundur Lucy Score

Það sem ljósið má ekki sjá er spennandi rómantísk saga sem notið hefur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Nash Morgan lögreglustjóri er ekki eins og hann á að sér að vera eftir að hafa orðið fyrir skotárás og í ofanálag gengur byssumaðurinn laus í smábæ þar sem lög og regla skipta íbúana ekki höfuðmáli. Að fá hina leggjalöngu og kjaftforu Línu Solavita fyrir nágranna er það síðasta sem hann þarf á að halda. Hún laðar fram í honum tilfinningar sem hann sjálfur veit ekki almennilega hvernig hann á að bregðast við.

Lína hefur verk að vinna. Hún ætlar að kveðja um leið og hún hefur fundið það sem hún leitar en íbúarnir í Knockemout eru á öðru máli. Áður en hún veit af er hún orðin hluti af bæjarlínu, röltir um bæinn með hund nágrannans og er á leið með að verða brúðarmær. Og hún stendur á hleri þegar kynþokkafulli lögreglustjórinn í næstu íbúð fer í sturtu.

Samband þeirra breytist á augabragði þegar Nash áttar sig á að Lína býr yfir hættulegu leyndarmáli. Það neistar á milli þeirra en eru það ástarblossar eða hatursbál? Nú reynir á þau bæði. Þora þau að hleypa ástinni inn í líf sitt? Og geta þau það þegar óvinir þeirra láta til skarar skríða?