Það sem ljósið má ekki sjá
4,790 ISK
Höfundur Lucy Score
Það sem ljósið má ekki sjá er spennandi rómantísk saga sem notið hefur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Nash Morgan lögreglustjóri er ekki eins og hann á að sér að vera eftir að hafa orðið fyrir skotárás og í ofanálag gengur byssumaðurinn laus í smábæ þar sem lög og regla skipta íbúana ekki höfuðmáli. Að fá hina leggjalöngu og kjaftforu Línu Solavita fyrir nágranna er það síðasta sem hann þarf á að halda. Hún laðar fram í honum tilfinningar sem hann sjálfur veit ekki almennilega hvernig hann á að bregðast við.
Lína hefur verk að vinna. Hún ætlar að kveðja um leið og hún hefur fundið það sem hún leitar en íbúarnir í Knockemout eru á öðru máli. Áður en hún veit af er hún orðin hluti af bæjarlínu, röltir um bæinn með hund nágrannans og er á leið með að verða brúðarmær. Og hún stendur á hleri þegar kynþokkafulli lögreglustjórinn í næstu íbúð fer í sturtu.
Samband þeirra breytist á augabragði þegar Nash áttar sig á að Lína býr yfir hættulegu leyndarmáli. Það neistar á milli þeirra en eru það ástarblossar eða hatursbál? Nú reynir á þau bæði. Þora þau að hleypa ástinni inn í líf sitt? Og geta þau það þegar óvinir þeirra láta til skarar skríða?