Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Konan við 1000°

2,990 ISK

Höfundur Hallgrímur Helgason

Herbjörg María Björnsson er áttræð og farlama og býr ein í bílskúr í austurborg Reykjavíkur. Eini félagsskapur hennar er fartölvan og gömul handsprengja sem hefur fylgt henni frá stríðsárunum. Hún leggur drög að dauða sínum og pantar tíma í líkbrennslu um leið og hún hjalar við minnisguðinn góða sem aldrei bregst. Samferðafólk, atburðir og uppátæki frá viðburðaríkri ævi rifjast upp og afhjúpa lífshlaup óviðjafnanlegs ólíkindatóls.

Hugmyndaflug og frásagnarhæfileikar Hallgríms Helgasonar njóta sín frábærlega í sögu þessarar konu sem lifað hefur tímana tvenna, setið fínustu veislur og kynnst dýpstu eymd. Af iðandi húmor, innsæi og íróníu er henni fylgt úr íslensku fásinni til stríðshrjáðrar Evrópu og enn lengra út í hinn stóra heim áður en hún snýr til baka til að segja þá sögu sem engu eirir.

Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2012.