Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Albertine æfingarnar
4,890 ISK
Höfundur Anne Carson
Albertine er ein dularfyllsta persóna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Hún er ástmey sögumannsins, tákn fyrir þrá, afbrýðisemi og eignarhald. En hver er hún í raun?
Í þessu rómaða verki nálgast Anne Carson spurninguna með sínum hárbeitta stíl. Hugleiðingar, orðaleikir, vangaveltur og húmor hér ægir öllu saman. Albertine-æfingarnar varpa óvæntu ljósi á Proust en ekki síður á flókið samband listar, ástar og valds.