Ár var alda; Fyrstu þrjár mín.
3,490 ISK
Höfundur Steven Weinberg
Bandaríski eðlisfræðingurinn Steven Weinberg er einn af merkustu vísindamönnum samtímans og sá sem á einna mestan heiðurinn af því að hafa kynnt heimsmynd nútímaeðlisfræði fyrir almenningi. Weinberg er einn frumkvöðla svokallaðrar öreindaheimsfræði og hlaut Nóbelsverðlaunin ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum árið 1979 fyrir kenningu sem gefur sameiginlega lýsingu á rafsegulkraftinum og veika kraftinum. Ár var alda (e. The First Three Minutes) hefur notið stöðugra vinsælda frá því hún kom fyrst út árið 1977 og þykir enn í dag gefa glögga mynd af heimsfræði nútímaeðlisfræði.
Weinberg hefur bætt við bókina eftirmála, rituðum 1993, þar sem hann fjallar um þá þróun sem átt hefur sér stað innan heimsfræðinnar frá því hún kom upphaflega út. Að auki fylgja bókinni orða- og nafnaskýringar auk reiknikafla, lesendum til glöggvunar.
Í inngangi gerir Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræðingur þróun eðlisfræðinnar á 20. öld ítarleg skil, segir frá framlagi Weinbergs og fjallar auk þess um stöðu útgáfu alþýðlegra rita um heimsmynd nútímavísinda hér á landi.