Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Bærinn brennur

4,290 ISK

Höfundur Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Árið 1828 myrti Friðrik bóndasonur í Katadal nágranna sinn, bóndann og lækninn Natan Ketilsson á Illugastöðum í Húnavatnssýslu. Ráðskona Natans, Sigríður, og vinnukona hans, Agnes, lögðu á ráðin með Friðriki, eggjuðu og veittu dygga aðstoð. Þremenningarnir brenndu svefnhús Natans til að leyna verknaðinum sem framinn var í auðgunarskyni og hjálpuðust að við að fela þýfið svo að það yrði ekki eldinum að bráð.

Björn Blöndal sýslumaður blés til dómþinga um málið í héraði. Nákvæmar yfirheyrslur yfir sakborningum og sveitungum þeirra eru hér raktar en þær varpa nýju ljósi á málið og færa lesanda nær raunverulegum vettvangi en þekktar sögur munnmælanna.

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hefur skrifað tugi bóka, skáldverk og fræðirit, þar á meðal bækurnar Snorri á Húsafelli, Upp á Sigurhæðir – saga Matthíasar Jochumssonar og Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur. Hún kann þá list að lýsa upp kima horfinna hátta og opna dyr inn í heima á mörkum forneskju og upplýsingar.