Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bannað að ljúga

4,999 ISK

Höfundur Gunnar Helgason

Manstu eftir Alexander Daníel Hermanni Dawidssyni úr Bannað að eyðileggja? Þessi bók er líka um hann. Núna á Alexander:
risastóra fjölskyldu en því miður ekki íbúð sem hún kemst fyrir í
frábæra vini en því miður líka óvini
í höggi við alvöru og stórhættulegan glæpamann!

En Alexander á ekki:
auðvelt með að ljúga þótt hann neyðist stundum til að reyna það
séns í að skilja þá sem ljúga án þess að finnast neitt rangt við það!

ADHD-ið er svo auðvitað ekkert farið en stundum hjálpar það Alexander, eins og þegar hann þarf að bjarga mannslífum.