Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bekkurinn minn 2 - Geggjað ósanngjarnt

3,790 ISK

Höfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir, Iðunn Arna

Geggjað ósanngjarnt! fjallar um Bjarna Frey sem finnst hann ítrekað hafður fyrir rangri sök. Eitt skiptið er honum nóg boðið og hann strýkur úr frístund ásamt Mikael vini sínum.

Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.