Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Blóðhófnir
7,990 ISK
Höfundur Gerður Kristný
Í Blóðhófni yrkir Gerður Kristný um jötnameyna Gerði Gymisdóttur sem Skírnir, skósveinn Freys, sótti til Jötunheima handa húsbónda sínum. Hér er efni hinna fornu Skírnismála listilega flutt í nútímalegt söguljóð, fullt af átökum, harmi og trega, og talar sterkt til samtímans.
Gerður Kristný vakti strax mikla athygli með fyrstu ljóðabók sinni, Ísfrétt, og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir ljóð sín, þar á meðal Ljóðstaf Jóns úr Vör og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Blóðhófni sem sló eftirminnilega í gegn við útkomu haustið 2010 og hefur síðan komið út víða um heim.