Blóðmáni
4,290 ISK
Höfundur Jo Nesbo
Harry Hole er kominn til Los Angeles til að drekka sig í hel þar sem líf hans er í rúst. Þegar hann kemst að því að Lucille, gamla leikkonan sem hefur skotið yfir hann skjólshúsi, skuldar mexíkóskum glæpamönnum formúu ákveður hann að bjarga henni og fær til þess tíu daga frest.
Tvær ungar konur í Osló hverfa og finnast síðan myrtar. Þekktur auðmaður er meðal grunaðra og býður Harry vinnu við að rannsaka málið og sanna sakleysi sitt. Lögreglan í Osló hafnar algjörlega samstarfi við Harry nema vinkona hans, Katrine Bratt, yfirlögregla í ofbeldisdeildinni.
Harry fær þrjá menn til liðs við sig við rannsókn málsins; æskuvin sem selur kókaín á götunni, sálfræðinginn sinn sem er með krabbamein á lokastigi og spillta lögreglu sem hefur verið vikið úr starfi.
Á sama tíma og fresturinn rennur út sem Harry hefur til að borga skuldir Lucille er blóðmáni boðaður yfir Osló, en þá mun tunglið varpa blóðrauðum skugga sínum um stund yfir borgina.
Halla Kjartansdóttir þýddi.