Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bragðarefur
4,590 ISK
Höfundur Guðrún Ingólfsdóttir
Bókin er hræringur af textum með ólíka áferð og bragð á tungu. Í henni fara saman fróðleiks– og skemmtimolar í nokkurs konar bragðaref. Þeir eru tíndir saman úr margs konar handritum frá ýmsum tímum. Ætlunin er að veita lesendum innsýn í fjölbreytt lesefni fólks á fyrri tíð. Allt eins mætti líkja bókinni við ærslabelg. Textarnir eru litríkir eins og sönnum ærslabelg sæmir og þeyta manni inn í nýjar veraldir.