Brandarar handa byssumönnum
3,990 ISK
Höfundur Mazen Maarouf
Brandarar handa byssumönnunum geymir fjórtán smásögur sem eru lauslega tengdar innbyrðis. Margar þeirra fjalla um börn eða eru sagðar frá sjónarhorni barns og umhverfið er á stundum stríðshrjáð borg – umfjöllunarefnið oft fólk sem lifir við ógn og viðbrögð þess við óvenjulegum aðstæðum. Sögurnar eru í senn fyndnar og óhugnanlegar, fátt er sem sýnist og ímyndun og veruleiki renna saman.
Höfundurinn, Mazen Maarouf, er palestínskur að uppruna, fæddur í Beirút 1978. Hann lærði efnafræði í háskóla en hefur undanfarinn áratug helgað sig skáldskap, blaðamennsku og þýðingum. Hann kom hingað til lands árið 2011 og hlaut síðar íslenskan ríkisborgararétt en hafði áður stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann hefur sent frá sér bæði ljóð og smásögur og fyrir þessa bók fékk hann Al-Multaqa verðlaunin, sem veitt eru fyrir smásögur á arabísku.
Brandarar handa byssumönnunum er tilnefnd til alþjóðlegu Man-Booker verðlaunanna 2019.
Uggi Jónsson þýddi.