Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Brunagaddur

3,490 ISK

Höfundur Þórður Sævar Jónsson

Brunagaddur er óður til vetursins. Eins og í fyrri verkum sínum málar Þórður Sævar myndir af íslenskri náttúru með blöndu af galsa og nákvæmni. Ljóðin fanga þá einstöku upplifun að búa á eyju þar sem veðrið mótar daglega tilveru íbúanna – en einnig þeirra innra landslag.

Í Brunagaddi horfir Þórður Sævar beint niður í hyldýpi vetursins og færir okkur þaðan ískaldan en óhjákvæmilegan veruleika, því

veturinn fer aldrei
alveg

það gengur bara mismikið
á forðann