Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Dagbók Kidda klaufa 19: Sull og bull
6,390 ISK
Höfundur Jeff Kinney
Húsið á ströndinni er pínulítið og hitinn svakalegur. Enn verra er að stórfjölskyldan er öll saman í fríi. Það getur ekki komið neitt gott út úr því.
Þetta er uppskrift að stórslysi en uppskriftir koma einmitt hér við sögu, því kjötbollurnar hennar ömmu eru orðnar frægar og uppskriftin er algjört leyndarmál. Það hlýtur að sjóða upp úr þessum kraumandi fjölskyldupotti.
Helgi Jónsson íslenskaði af sinni alkunnu snilld.
Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Kiddi klaufi fær nefnilega alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki.