Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Dáin heimsveldi

3,990 ISK

Höfundur Steinar Bragi

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Dag einn birtist á himni risavaxinn, svartur hlutur. Úkraínski geimfarinn Pi er fyrstur á vettvang og hverfur inn um dyr á hlið fyrirbærisins. Áratug síðar snýr hann aftur en er fámáll um reynslu sína.

Við upphaf 22. aldar lifir fólk í fátækt eftir heimsstyrjaldir og hrun lífkerfa jarðarinnar. Íslenska þjóðin er varla til lengur nema sem hugmynd en við logndauðar strendur landsins lóna snekkjur og á hálendinu er geimlyfta sem flytur vörur í borgir ríka fólksins á braut um jörðu.

Emil, lítt þekktur textamaður af íslenskum ættum, er útvalinn til að fara upp með lyftunni og taka viðtöl við Pi um það sem gerðist inni í fyrirbærinu. Verkið reynist vera snúið, ekkert er eins og það sýnist og í órafjarlægð frá jörðinni saknar hann Sögu, konu sinnar. Það eina sem hann vildi gera var að bjarga framtíð þeirra – en er það of seint?

Steinar Bragi hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn frumlegasti og fjölhæfasti höfundur landsins. Síðasta skáldsaga hans, Truflunin, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs