Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Dinnu gengur allt að sólu
3,290 ISK
Höfundur Rose Lagercrantz og Eva Eriksson
Þetta er sjöunda og síðasta bókin um Dinnu og vini hennar.
Margt hefur drifið á dagana en Dinna og Ella Fríða eru ennþá bestu vinkonur. Þær hittast sjaldan eftir að fjölskylda Ellu Fríðu flutti en sem betur fer á Dinna góða bekkjarfélaga. Þeim Kodda kemur sérstaklega vel saman. Hann er ekki bara flinkur í fótbolta. Hann er líka bestur í að stilla til friðar, þegar einhver leiðindi koma upp á skólalóðinni.
Í þessar bók rekur hver stórviðburðurinn annan og eins og í fyrri Dinnu bókum er það vinátta og tryggð sem skiptir meginmáli.