Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Djúpið

3,990 ISK

Höfundur Benný Sif Ísleifsdóttir

Árið er 1975 og byggðin er brothætt við Djúp. Ungt vísindafólk er ráðið til starfa hjá Búseturöskun ríkisins í þeim tilgangi að efla mannlíf og atvinnu í samstarfi við heimamenn. Líffræðineminn Valborg er á heimavelli yfir skólabókunum en langt frá því að dúxa í mannlegum samskiptum. Í heimavistarskóla Djúpmanna rekst hún á veruleika þar sem hlutverk konunnar er að hella upp á kaffi og stjana við karlana, sem taka allar ákvarðanir þótt svo eigi að heita að nú sé kvennaár. Sumardvölin fyrir vestan leiðir í ljós að manneskjan er ekki síður brothætt en byggðin og innra með henni eru ókönnuð djúp.