Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Don Juan

7,990 ISK

Höfundur Byron lávarður

Don Juan er piltur af spænskum lágaðli alinn upp af strangri og siðavandri móður. Eftir að hafa valdið safaríku hneyksli á heimaslóð er hann sendur úr landi sér til betrunar. Hann lendir í miklum ævintýrum: sjávarháska á Miðjarðarhafi, ástarævintýri á grískri eyju, er seldur á þrælamarkaði í Konstanínópel einni eiginkonu soldánsins á laun henni til holdlegra þarfa, tekst að flýja, gengur til liðs við her Katrínar miklu Rússlandsdrottningar og verður eftir­lætiselskhugi hennar um hríð. Hún gerir hann út sem sérlegan sendiherra til Englands.
Um þetta allt og miklu fleira yrkir Byron lávarður í þessu verki. Hann tvinnar saman eigin lífsreynslu og ævintýri Dons Juans og prjónar við sínar meinhæðnu athugasemdir um menn og málefni eins og honum var einum lagið.

George Gordon Byron (1788-1824) er eitt virtasta skáld Breta fyrr og síðar og eru kviðurnar um Don Juan það framlag hans til heimsbókmentanna sem hvað glæsilegast þykir.
Jón Erlendsson hefur lengi fengist við þýðingar og skáldskap en kom fyrst fram á sjónarsviðið sem þýðandi heimsbókmennta haustið 2023 með Paradísarmissi Miltons. Það verk hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. Fékk hann fyrir það Íslensku þýðinga­verðlaunin 2024.