Draugaslóðir á Íslandi
7,290 ISK
Höfundur Símon Jón Jóhannsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Íslendingar hafa lengi trúað á drauga. Sumar draugasögur eru hroðalegar og enda jafnvel með blóðsúthellingum en aðrar eru saklausari. Þeir sem deyja með voveiflegum hætti eða ósáttir er hættar við að ganga aftur og ást og hatur er því algengur hvati í draugasögum. Í bókinni eru um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. Þeim fylgja myndir og kort.
Draugatrúin hefur lengi verið fyrirferðamikill þáttur í þjóðtrú Íslendinga og fjöldann allan af slíkum sögum má finna í þjóðsagnasöfnum og ýmiss konar öðrum ritum allt frá fyrstu tíð. Draugatrú kemur við sögu í Íslendingasögum og öðrum fornritum og enn eru sögur um reynslu fólks af draugum sagðar og skráðar niður. Lengi hafa menn trúað á framhaldslíf og að í sumum tilfellum geti látnir gert vart við sig eftir dauðann, stundum jafnvel með afgerandi hætti. Draugatrúin gengur út frá því að menn lifi áfram eftir dauðann og geti jafnvel sinnt ýmsum erindum í heimi lifenda.
Í bókinni Draugaslóðir á Íslandi er farinn hringurinn kringum landið og sagðar draugasögur úr flestum sveitum. Hverjum stað fylgja ljósmyndir eða annað myndefni og staðbundin kort. Skemmtileg og fróðleg ferðahandbók.