Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf
4,690 ISK
Höfundur Snæbjörn Arngrímsson
Glæsileg, rík og dularfull kona hefur keypt hús í Álftabæ en virðist engan áhuga hafa á neinum samskiptum við bæjarbúa. Dag einn hverfur ómetanleg froskstytta af heimili hennar. Á sama tíma virðist Doddi, bekkjarbróðir Millu, hafa gufað upp.
Á meðan áköf leit er gerð að Dodda reyna vinirnir Milla og Guðjón G. Georgsson að finna skýringuna á hvarfi hans, leysa ráðgátuna um froskstyttuna og komast að því hvort samhengi sé þar á milli. Þau flækjast þá inn í furðulegt glæpamál þar sem þau læra að skilja mikilvægi hjálpseminnar, gleðina sem felst í vináttunni og ofurkraftinn sem hugrekkið veitir.
Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf er önnur bók Snæbjörns Arngrímssonar og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2020. Fyrri sagan um Millu og Guðjón G. Georgsson, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins, fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2019 og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.