Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ég heyrði ugluna kalla á mig
4,490 ISK
Höfundur Margaret Craven
Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja. Ungur prestur sest að í byggðinni og í samvistum við innfædda öðlast hann nýjan skilning á lífinu, ekki síst mætti kærleikans.
Gunnsteinn Gunnarsson íslenskaði.
„Hrífandi.“ – The New York Times Book Review
„Einstök og fögur … enginn verður samur eftir að hafa lesið þessa bók.“ – The Seattle Times
„Hrífandi dæmisaga um sátt tveggja menningarheima og tvennra trúarbragða.“ – Christian Science Monitor