Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ég var svo hamingjusöm

2,190 ISK

Höfundur Rose Lagercrantz og Eva Eriksson

Nú er komið að síðasta skóladegi Dinnu í fyrsta bekk. Skólaslitin eru framundan og allir keppast við að skreyta skólastofuna. Allt í einu er bankað á dyrnar og Dinna er beðin að koma fram
á gang. Það hefur orðið slys ...

Ég var svo hamingjusöm er þriðja bókin um Dinnu.
Hún er sjálfstætt framhald af bókunum: Hamingjustundir Dinnu og Hjartað mitt skoppar og skellihlær.

Bækur Rose Lagercrantz um Dinnu með myndum Evu Eriksson hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa unnið til margvíslegra verðlauna.
Myndir og texti lýsa gleði og sorgum Dinnu á hrífandi og auðskilinn hátt. Bækurnar efla skilning ungra lesenda á mikilvægi þrautseigju og sannrar vináttu.

Þýðing: Guðrún Hannesdóttir