Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ég verð hér

3,999 ISK

Höfundur Marco Balzano

Þegar brestur á með styrjöld eða flóði flýr fólkið burt. Trina fer þó hvergi. Hún er þrjósk eins og landamæraþorpið sem hún hefur alist upp í og setur sig upp á móti fasistunum sem koma í veg fyrir að hún geti stundað kennslu. Hún er óhrædd við að flýja á fjöll með eiginmanni sínum, sem hefur gerst liðhlaupi. Og þegar stíflulónið er við það að drekkja bæði högum og híbýlum grípur hún til varna með því vopni sem enginn getur nokkru sinni tekið frá henni, orðunum.

„Ef þessi staður hefur einhverja þýðingu fyrir þig, ef vegirnir og fjöllin eru hluti af þér, þarft þú ekki að óttast að dvelja um kyrrt.“

Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn.

BÓKIN FÉKK PREMIO NADAL VERÐLAUNIN SEM BESTA BÓK ÍTALÍU 2019.