Þegar fótboltinn hans Einars Áskels týnist skeytir hann skapi sínu á litlum strák, algjörum polla sem hleypur grátandi heim. Sama kvöld birtist ófreskja undir rúmi Einars Áskels. Öðru hverju heyrist hún hreyfa sig. Hún sleikir loppuna. Eða snýr sér bara. Hún gerir ekkert – en hún er þarna.

Hugljúf og heillandi saga um hvernig krakkar geta bætt fyrir brot sín og losað sig við ófreskjur.

Sigrún Árnadóttir þýddi.