Engin sóun - leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili
999 ISK
Höfundur Bea Johnson
Langflest viljum við tileinka okkur vistvænni lífsstíl. Sorplaust líf er hugmyndafræði sem miðar að því að forðast alla sorpmyndun og sóun eins og frekast er mögulegt. Þessi bók býður upp á hagnýtar, þrautreyndar lausnir til að lifa innihaldsríkara, heilbrigðara og einfaldara lífi með sjálfbærum, sorplausum leiðum sem eru nú þegar fyrir hendi. Það er hægt með því að fylgja einföldu kerfi í þessari röð: Afþakka það sem við þurfum ekki, draga úr því sem við þurfum, endurnýta það sem við notum, endurvinna það sem við getum ekki afþakkað, dregið úr eða endurnýtt og jarðgera afganginn.
Sorplaust líf er draumamarkmið, gulrót sem maður vill komast eins nærri og mögulegt er. Við höfum vald til að breyta heiminum á jákvæðan hátt með daglegum ákvörðunum okkar og gjörðum. Bjartari framtíð byrjar heima fyrir. Verið velkomin á hið sorplausa heimili!