Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Eyru Busters

3,490 ISK 1,990 ISK

Höfundur Maria Ernestam

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Árum saman hefur Eva hlúð að rósunum sínum, hún veit af reynslu að sambandið við blómin er mun auðveldara en tengslin við fjölskylduna. Á miðjum aldri fær hún dagbók að gjöf og finnur sig knúna til að skrifa um veröld sem hún hefur lagt sig fram um að gleyma: Um bernskuna hjá fallegri en sjálfhverfri móður sem gerði líf hennar að helvíti. Eva er aðeins sjö ára þegar hún tekur ákvörðun. Hún ætlar sér að lifa af. Stríðið innan veggja heimilisins krefst herkænsku og skipulagningar og öll uppvaxtarárin stundar Eva markvissa þjálfun fyrir lokaorrustuna. Meðal annars þarf hún að sigrast á hræðslunni við Buster sem að lokum er þó sá sem alltaf hlustar. Hún kynnist ástinni sextán ára gömul og öðlast í kjölfarið meiri trú á hið góða. En kringumstæðurnar haga því þannig að hún getur ekki flúið ákvörðun sína frá barnæsku. Nú, fjörutíu árum síðar, virðist allt ætla að komast upp fyrir einskæra tilviljun. Gömul sár eru rifin upp og hið sama gildir um rósirnar.

Maria Ernestam er ein áhugaverðasta og virtasta sænska skáldkona nútímans. Stíll hennar þykir með eindæmum sérstakur og er jafnvel til orðatiltæki meðal sænskra blaðamanna og gagnrýnenda en þeir segja að stíllinn sé „ernestamískur” (Ernestamian), en þá er átt við að stíllinn sé alvarlegur með svörtum humor í bland.

Eyru Busters hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er þegar búið að selja kvikmyndaréttinn að sögunni og einnig að fyrstu sögunni, Caipirinha med Döden.

Tungutak Ernestam er ljóðrænt, óheflað, myrkt og leiftrandi fagurt. Uppsala nya tidning

Höfundur sýnir slíkt öryggi í stíl og byggingu að jaðrar við fullkomnun. Dagens nyheter

...dásamleg eins og dökkt súkkulaði. Nerikes allehanda