Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Farþeginn

3,990 ISK

Höfundur Ulrich Alexander Boschwitz

Þýski rithöfundurinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915–1942) sendi aðeins frá sér tvær skáldsögur á stuttri ævi. Sú fyrri kom út á sænsku árið 1937 undir dulnefni, en Farþeginn birtist á ensku árið 1939, fyrst í Englandi og síðan Bandaríkjunum. Fáeinum árum síðar kom út frönsk þýðing bókarinnar.

Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu að sleppa frá heimalandi sínu.

Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða. Útgefandinn Peter Graf fór yfir handritið og ritaði upplýsandi eftirmála um verkið. Bókin var lofuð hástöfum í þýskum fjölmiðlum og borin saman við framúrskarandi skáldverk um tímabil nasismans, enda sennilega eitt allra fyrsta verkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði