Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fíasól í hosiló
3,490 ISK
Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir
Fíasól er sjö ára gömul gleðisprengja sem nýtur lífsins fram í fingurgóma. Samt býr hún í hræðilega herberginu í Grænalundi þar sem draugahópur hangir undir rúminu hennar. Hún móðgar jólasveina og strætóbílstjóra og þarf að fara í hættulega fjallgöngu og veiðiferð að næturlagi.
Fíasól í hosiló eru gleðisögur af duglegri stelpuskottu eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Sá sem veit nákvæmlega hvernig Fíasól lítur út og er flinkastur allra að teikna hana heitir Halldór Baldursson.