Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Flot

3,999 ISK

Höfundur Rebekka Sif Stefánsdóttir

Flotið mun gera mig hamingjusama. Leysa vandamál mín, þurrka út minningarnar, strauja allar misfellur lífsins.

Þegar Fjóla byrjar að stunda flot að ráði sálfræðings á hún ekki von á því að enda sem starfsmaður hjá Reykjavík Float. Flotið verður miðpunkturinn í lífi hennar, rétt áður en það byrjar hægt og rólega að liðast í sundur. Vandamálin byrja að fljóta upp úr djúpinu og raunveruleikaskynjunin fer úr skorðum.

Hvernig getur Fjóla haldið sér á floti þegar hún þarf að horfast í augu við fortíðina?