Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Frankensleikir

4,690 ISK

Höfundur Eiríkur Örn Norðdahl

Jólin nálgast og Fjóla hlakkar til. Bráðum setur hún skóinn út í glugga, Stekkjarstaur kemur til byggða eftir tvo daga. En þá færa foreldrar hennar þær fáránlegu fréttir að jólasveinarnir séu ekki til. Fjóla sér strax að það gengur ekki upp og hefst handa við að bjarga málunum. Við það kemur óvænt að góðum notum að stóri bróðir hennar, Hrólfur, hefur stjórnlausan áhuga á varúlfum, fjörulöllum, margýgjum og öðrum ófrenjum og veit allt sem hægt er að vita um skrímsli Frankensteins.

Frankensleikir er sprenghlægileg og spennandi jólasaga eftir Eirík Örn Norðdahl sem hefur getið sér gott orð fyrir skáldsögur og ljóð en sendir hér frá sér sína fyrstu barnabók. Sagan er ríkulega myndlýst af Elíasi Rúna.