Gaddavír og gotterí
2,690 ISK
Höfundur Lilja Magnúsdóttir
Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus og börn nútímans geta samsamað sig þessum sögum sem fjalla um vináttu og systkinakærleik, margvíslegar áskoranir og hvernig þau í sameiningu mæta bæði sorg og gleði.
Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið. Lífið snérist um búskapinn og dýrin. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Bókin hentar fyrir börn frá fimm ára aldri. Það er upplagt fyrir afa og ömmur að lesa bókina fyrir barnabörnin og ræða þá tíma þegar enginn skjár var á heimilinu og tengingin við umheiminn var útvarpið og sveitasíminn.