Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Goðheimar 11 - Ráðgátan um skáldamjöðinn

2,490 ISK

Höfundur Peder Madsen

Í bókaflokknum vinsæla um Goðheima eftir Peter Madsen eru sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt, kryddaðar óborganlegum dönskum húmor. Ráðgátan um skáldamjöðinn er ellefta bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.

Eitt napurt vetrarkvöld berja tveir dvergar dyra hjá Óðni og krefjast hjálpar við að endurheimta mjaðarkerald sitt. Eftir að hafa bragðað á ljúffengum og leyndardómsfullum miðinum sem þeir hafa meðferðis sannfærist Óðinn um að hjálpa þeim. En hvers vegna skyldi hann allt í einu vera farinn að tala í rími?

Bjarni Frímann Karlsson þýddi.