Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gömlu ævintýrin löguð að rétthugsun samtímans

4,990 ISK

Höfundur James Finn Garner

Í þessari frægu metsölubók hefur James Finn Garner endurskrifað sígildu ævintýrin fyrir meira upplýsta tíma – allt frá sambandi Mjallhvítar við sjö hávaxtarhamlaða karla og Rauðhettu, ömmu hennar og klæðskiptahneigða úlfsins, sem stofnuðu til annars konar heimilishalds sem byggðist á gagnkvæmri virðingu og samvinnu, til keisarans sem var ekki allsber heldur hlynntur klæðnektarvalfrelsi.

„Það viturlegasta og fyndnasta sem skrifað hefur verið um rétthugsun samtímans. Ómissandi lesning fyrir fullorðna á öllum aldri.“ – Observer. „Menningarviðkvæmar sögur þar sem öllum fordómum hefur verið útrýmt.“ – Daily Mail. „Eitt af þessum verkum sem tengir höfund samstundis við hjarta lesandans … Dásamlegt.“ – The Times. „Martraðarkennd skemmtun … nútímasögur um okkar líf og tíma.“ – Financial Times. „Gömlu ævintýrin vandlega endurskrifuð til að tjá enga skoðun.“ – Sunday Times