Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gullöldin

9,490 ISK

Höfundur Rúnar Gunnarsson

Í 60 ár hefur Rúnar Gunnarsson af eljusemi og fagkunnáttu tekið ógrynni ómótstæðilegra ljósmynda af fjölskrúðugu mannlífinu í Reykjavík. Úrval þeirra má nú sjá í þessari veglegu ljósmyndabók. Í bókinni er að auki sjálfsævisögulegur inngangur höfundar með ljósmyndasögulegu ívafi auk smásagna sem vekja upp bæði ljúfar og ljúfsárar minningar.

Hvernig var Reykjavík og mannlífið þar á seinni helming 20. aldar?

Svar við þessari spurningu er að finna í miklu og ómetanlegu ljósmyndasafni Rúnars Gunnarssonar. Rúnar, sem er fæddur árið 1944, fékk myndavél í fermingargjöf og hefur síðan þá nánast aldrei skilið myndavélina við sig.

Það fer ekki á milli mála, þegar myndasafn Rúnars er skoðað, hvaða myndefni það er sem heillar hann allra mest. Það er mannlífið í fjölskrúðugu borgarlífinu. Í þessu umhverfi hefur Rúnar af mikilli eljusemi og fagkunnáttu tekið ógrynni ómótstæðilegra ljósmynda.

Gullöldin – Myndir og minningar er ferðalag í gegnum tíðina þar sem ljósmyndarinn fangar andblæ líðandi stundar og skyggnist inn í eilífðina.