Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gyðingar á faraldsfæti

4,490 ISK

Höfundur Joseph Roth

Í þessari bók bregður rithöfundurinn Joseph Roth (1894-1939) upp einstakri mynd af hlutskipti gyðinga í Austur-Evrópu á öndverðri tuttugustu öld – fátækt þeirra, rótleysi, ótta og vonum sem varð til þess að þeir freistuðu gæfunnar á fjarlægum slóðum. Roth fylgir þeim eftir og lýsir með ljóslifandi hætti nýjum heimkynnum gyðinga, afkomu þeirra og aðlögun í stórborgunum Vín, Berlín, París og New York. Bókin er í senn merkileg söguleg heimild og áhugaverð greining á átakamiklu efni í sögu Evrópu á tuttugustu öld. Bókinni fylgir eftirmáli sem Roth ritaði árið 1937, tíu árum eftir að bókin kom fyrst út, en þá þegar hafði hann gert sér grein fyrir þeirri lífshættulegu ógn sem gyðingum stafaði af nasistum.
Joseph Roth er meðal fremstu rithöfunda Austurríkis á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Jón Bjarni Atlason íslenskaði og ritaði eftirmála.
„Einn af meisturum tuttugustu aldar bókmennta.“ – Sunday Times
„Það er ljóð á hverri síðu hjá Joseph Roth.“ – Joseph Brodsky
„Stanslaus snilld, ómótstæðilegir töfrar og textar sem enn eiga erindi. – The New York Times Book Review um blaðamennsku Josephs Roth.“