Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Handbók fyrir ofurhetjur 6 - sjötti hluti:
3,499 ISK
Höfundur Elias & Agnes Vahlun
Óttaslegið fólk getur verið hættulegra en það sem það hræðist.
Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína, nú þegar virkilega er þörf á?
Lísa og félagar hennar eru þó að rannsaka málið í leyni og eru komin á slóð mannræningjanna. En það er eitthvað sem gengur ekki upp …
Handbók fyrir ofurhetjur bókaserían hefur slegið í gegn á Íslandi og víðar. Hér er kominn sjötti hlutinn um Rauðu grímuna og félaga hennar
Ingunn Snædal þýddi.