Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Handbók gullgrafarans

2,990 ISK

Höfundur Snæbjörn Arngrímsson

Handbók gullgrafarans er síðasta bókin í þríleik Snæbjörns Arngrímssonar um vinina í Álftabæ. Fyrri bækurnar hlutu mikið lof lesenda, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins fékk Íslensku barnabókaverðlaunin og Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf Barnabókaverðlaun Reykjavíkur.

Á háaloftinu á Sjónarhóli finnur Guðjón G. Georgsson gamla stílabók með áletruninni HANDBÓK GULLGRAFARANS. Í bókinni er kort sem á að vísa á gamlan fjársjóð. Fjársjóðsleit Millu og Guðjóns G. Georgssonar leiðir þau inn á furðulegar brautir, hættulegar og óskiljanlegar.