Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Helgakver

6,490 ISK

Höfundur Helgi Hálfdánarson

Kristilegur barnalærdómur eftir lúterskri kenningu eftir séra Helga Hálfdánarson prestaskólakennara kom út árið 1877. Árið eftir var það gert að löggiltu fermingarkveri, hinu fyrsta eftir íslenskan höfund, og var prentað ásamt nýrri þýðingu Helga á Fræðunum minni eftir Martein Lúther, sem fylgja einnig þessari útgáfu kversins. Ritinu, sem hefur frá upphafi í daglegu tali gengið undir nafninu „Helgakver“, var ætlað að svara þörfinni fyrir skýrt og aðgengilegt fræðslurit fyrir unglinga, sem á Íslandi áttu fæstir kost á tilsögn lærðra kennara. Varð það ráðandi í fermingarfræðslu allt fram undir 1930 og mótaði því að miklu leyti trúarskilning landsmanna um fimmtíu ára skeið og fram eftir öldinni.

Helgi Hálfdánarson var vinsæll og virtur kennari, skáldmæltur og lét eftir sig fjölda frumortra og þýddra sálma, auk þess sem hann sat um tíma á Alþingi.