Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hitinn á vaxmyndasafninu

3,990 ISK

Höfundur Ísak Harðarson

Hitinn á vaxmyndasafninu – sjö nútímakraftaverkasögur geymir snjallar og gáskafullar sögur um leitina sígildu að sannleikanum og hamingjunni.

Kraftaverk nútímans láta ekki alltaf mikið yfir sér. Stundum er það bara óvænt atburðarás eða óútskýrt atvik sem varpar glænýju ljósi á allt sem var og er og verður. Hversdagslegar aðstæður verða skyndilega að draumkenndu ævintýri og persónur koma auga á samhengi sem umturnar lífi þeirra; nýtt sjónarhorn breytir öllu.
Hitinn á vaxmyndasafninu

Ísak Harðarson er einkum þekktur sem ljóðskáld og þýðandi og hefur ekki sent frá sér smásagnasafn síðan Snæfellsjökull í garðinum kom út árið 1989. Hér snýr hann sér að smásögunni á ný og skrifar af djúphygli og hlýju um furður tilverunnar.