Hjálpræði efnamanns
3,620 ISK
Höfundur Klemens frá Alexandríu
Heilagur Klemens frá Alexandríu var einn af hinum svonefndu kirkjufeðrum. Í Hjálpræði efnamannsfjallar hann um dæmisögu Jesú um hinn ríka mann sem sé torveldara að fá inngöngu í himnaríki en úlfalda er að komast í gegnum nálarauga og þau ráð hans til auðugra að gefa fátækum allt sitt. Þetta er raunar fyrsta þekkta rit kristninnar sem fjallar sérstaklega um þetta efni. Túlkun Klemensar er á þá leið að orð Jesú beri ekki að skilja bókstaflega, heldur sem svo að það sé sóknin í auð en ekki eigurnar sjálfar sem hindrar sáluhjálp hins ríka. Veraldlegar eigur eru hlutlaus verkfæri sem má nota til góðs eða ills. Slíkur ytri auður er enda annarlegur og ólíkur hinum innra, „eiginlega“ auði hins dyggðuga manns. Meðferð Klemensar á dæmisögunni, sem fellur í megindráttum undir svokallaða allegóríska túlkun, veitir áhugaverða innsýn í túlkunaraðferðir frumkristninnar en lengi var deilt um hvernig bæri að skilja þessi orð Krists.
Þessari veglegu útgáfu Hjálpræðis efnamanns fylgja fjórir viðaukar og ítarleg ritaskrá auk viðamikils inngangs Clarence E. Glad um verk Klemensar, ævi og aðstæður í árdaga kristninnar.