Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hjarta mannsins - kilja

3,090 ISK

Höfundur Jón Kalman Stefánsson

Hjarta mannsins er sjálfstætt framhald bókanna Himnaríki og helvíti (2007) og Harmur englanna (2009) sem hlotið hafa einróma lof.

Í gamalli arabískri læknisbók segir að hjarta mannsins skiptist í tvö hólf, annað heitir hamingja, hitt örvænting. Hólfin eru tvö og þessvegna er hægt að elska tvær manneskjur á sama tíma, líffræðin býður upp á það, krefst þess myndu sumir segja, en samviskan, vitundin, segir okkur allt annað og hversdagurinn getur því verið óbærilega þungfær.