Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur

3,990 ISK

Höfundur Xiaolu Guo

Zhuang er ung kínversk kona sem flytur til London í eitt ár til að læra ensku. Fljótlega kynnist hún sér töluvert eldri enskum manni og breytir sambandið sýn þeirra beggja á lífið. Glíman við enska málfræði er Zhuang erfið en að finna sig í nýjum menningarheimi reynist þrautin þyngri.

Þetta er fyrsta bókin sem kínverski rithöfundurinn og kvikmyndagerðakonan Xiaolu Guo skrifaði á ensku en uppvaxtarsaga hennar Einu sinni var í austri kom út hjá Angústúru árið 2017 og heillaði íslenska lesendur.

Þrátt fyrir að vera skrifuð á brotinni ensku hefur Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur verið þýdd á 24 tungumál.