Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Höndlað við Pollinn

4,990 ISK

Höfundur Jón Þ. Þór

Verslun og viðskipti hafa verið undirstöðuþáttur í atvinnu- og mannlífi á Akureyri og við innanverðan Eyjafjörð allt frá því að fyrsta skipið hlaðið verslunarvöru renndi inn fjörðinn og lagðist við Festarklett á landnámsöld.

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás.

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem margar hafa ekki birst á prenti áður og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara.