Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Hrakningar á heiðavegum
2,990 ISK
Höfundur Pálmi Hannesson, Jón Eyþórsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Hið rómaða stórvirki Hrakningar og heiðavegir eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson er fyrir löngu orðið sígilt verk um örævi Íslands og ótrúlega baráttu landsmanna við óblíða náttúru.
Bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur verið safnað saman úrvali af hrakningasögum úr verkinu. Hér er að finna magnaðar frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu og frá ýmsum tímum. Í sumum tilfellum eru þetta sögur af hreystimennum, oftar þó af venjulegu fólki – körlum og konum – sem þurfti að takast á við vægðarlaus náttúruöflin fjarri mannabyggð.
Grípandi og átakanlegar frásagnir sem kalla fram ískaldan spennuhroll, undrun og aðdáun.