Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hrakningar á heiðavegum 2
4,490 ISK
Höfundur Pálmi Hannesson, Jón Eyþórsson
Ritröðin Hrakningar og heiðavegir í samantekt þeirra Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar hefur lifað með þjóðinni í þau 60 ár sem liðin eru síðan síðasta bindið kom út.
Hrakningasögurnar hafa haft mikið aðdráttarafl, enda í senn þrungnar háska og óbilandi þrautseigju fólks í faðmi hrikalegrar náttúru í válegum veðrum.
Fyrir jólin 2016 kom út bókin Hrakningar á heiðavegum þar sem safnað var saman frásögnum úr verkinu og seldist hún upp á örskömmum tíma. Nú hefur verið safnað saman efni í annaða bindi, grípandi og átakanlegum frásögnum sem láta engan ósnortinn.