Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Iða kindastjarna

4,690 ISK

Höfundur Sigtryggur Baldursson

Iða er lítil lambgimbur. Hún er kollótt og kát og alltaf á iði!  En hinar kindurnar hafa horn í síðu hennar.  Þær vilja bíta gras í kyrrð og ró. Iða litla hrökklast frá hjörðinni og reynir að finna sér horn til að vera eins og hinar kindurnar.
En gömlu ruslahaugarnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Og hvað er hann krummi að krunka í réttunum?

Iða kindastjarna er falleg saga um hjarðeðli og það að vera öðruvísi.

Arndís Gísladóttir er myndhöfundur bókarinnar en um textasmíð sá Sigtryggur Baldursson

Útgefandi: Króníka