Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ingólfur Arnarson

7,290 ISK

Höfundur Árni Árnason

Í þessari bók eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun.

Latneska orðtakið Nullius in verba kemur upp í hugann þegar almæltur vísdómur í sagnfræði er tekinn til nánari skoðunar. Þetta eru einkunnarorð the Royal Society of London for Improving Natural Knowledge. Því er ætlað að hvetja félagana til þess að samþykkja ekki viðteknar fullyrðingar án þess að sannreyna þær á grundvelli staðreynda. Ekki beri að treysta orðum annarra í blindni, þótt mikilsmetnir séu, heldur verði að kanna hvort sannreyna megi fullyrðinguna.

Í Íslandssögunni falla tvær mikilvægar fullyrðingar í þennan flokk. Önnur er sú að fyrsti norræni landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands og það tengist vatni í frosnu formi, ís. Í bókinni eru þessar tvær fullyrðingar teknar til rannsóknar. Niðurstaðan er sú að hvorug þeirra standist gagnrýna skoðun. Hér hafi fræðasamfélagið treyst orðum annarra í blindni, athugasemdalaust.

Bók þessi er gagnrýnið innlegg í Íslandssöguna. Áhugamenn um sagnfræði, bæði karlar og konur, mættu gjarnan kynna sér efni hennar og taka það til gagnrýninnar umræðu.