Innsta herbergið
3,990 ISK
Höfundur Jørn Lier
Lögregluforinginn William Wisting er kallaður í skyndi til fundar við ríkislögmann Noregs. Í sumarhúsi nýlátins og mikilsmetins stjórnmálamanns hafa fundist vísbendingar sem kunna að ógna þjóðaröryggi. Þess er gætt að rannsóknin á þessum vísbendingum fari fram fyrir luktum dyrum. Fljótlega kemur þó á daginn að hér er um glæpamál að ræða fremur en stjórnmálaspillingu. Óleyst sakamál reynast tengjast stjórnmálamanninum, svo sem óupplýst mannshvarf og stórt peningarán. Wisting stendur frammi fyrir erfiðu máli þar sem grafa verður djúpt í fortíðina og ólíklegasta fólk hefur ýmislegt að fela.
Bækur norska metsöluhöfundarins Jørns Lier Horst um lögregluforingjann William Wisting hafa um langt árabil verið meðal vinsælustu glæpasagna Norðurlanda og þýddar á fjölda tungumála.