Játningarnar
4,490 ISK
Höfundur Jean-Jacques Rousseau
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Játningarnar eru einstætt og stórbrotið bókmenntaverk, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar, Jeans-Jacques Rousseau.
Rousseau var fæddur í Genf árið 1712 og ólst upp við fábreyttar aðstæður en braust til mennta og metorða. Á fullorðinsárum varð hann víðfrægur og umdeildur rithöfundur og heimspekingur, bjó lengst af í París en hraktist þaðan um síðir vegna skoðana sinna og skrifa. Hann lést árið 1778 og sjálfsævisagan kom fyrst út að honum látnum. Auk hennar liggja eftir hann fjölmörg rit sem hafa haldið nafni hans á lofti.
Játningarnar þykja merkar fyrir margra hluta sakir. Í tólf bókum rekur Rousseau ítarlega ævintýralegan feril sinn, segir frá samferðamönnum og samskiptum við þá, lýsir ferðalögum og dvalarstöðum, gerir grein fyrir hugmyndum sínum og skoðunum, en ekki síst opinberar hann bresti sína og tilfinningar, óöryggi og ofsóknarkennd í bráðskemmtilegum texta.