Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Jólabústaðurinn

4,290 ISK

Höfundur Sarah Morgan

Imogen er í draumastarfinu sem viðburðastjórnandi. Hún er afar fær og vinnusöm og  samstarfsfólkið lítur upp til hennar. Þótt fortíð Imogen geymi erfið leyndarmál trúir hún því að svo lengi sem hún standur sig í vinnunni geti hún ýtt öllu öðru til hliðar. Eða hvað?
Svo gerir Imogen hræðileg mistök og áttar sig á að það er kominn tími til að endurskoða lífsstílinn. Þegar uppáhaldsviðskiptavinur hennar býður henni að verja jólunum í fjölskyldubústaðnum í Cotswolds grípur hún tækifærið fegins hendi.

Imogen nýtur þess að vera í rólegum sveitataktinum, þar skemmir myndarlegi dýralæknirinn ekki fyrir … en þegar leyndarmál fortíðar gera óvænta innrás neyðist hún til að taka erfiðar ákvarðanir.

Mun Imogen verja enn einum jólunum ein með sjálfri sér eða getur hún fyrirgefið og tekið jólaandanum fagnandi?